Velkominn til GYG ehf.

Posted on

GYG ehf. selur jarðefni til ýmissa nota. Hagkvæm nýting jarðefna er stefna okkar og að valda sem minnstu umhverfisraski, við vinnslu efna sem við seljum. Sem dæmi þá seljum við efni frá Litlahorni en það efni varð til undir Vatnajökli, barst út í sjó og er síðan að skola upp á ströndina við Stokksnes við Höfn í Hornafirði. Efninu er mokað af ströndinni og sér sjórinn svo um að fylla hana á ný, svo ekkert náttúrurask verður sjáanlegt. Það efni er CE vottað.

Einnig bjóðum við upp á perlustein en það er líparít sem er hitað upp í um 1000°C.  Og við það, þenst það mikið út og verður mjög eðlislétt.

Perlusteinn er notaður t.d. í léttsteypu, einangrun, við ræktun, síunarefni fyrir t.d. bjór og fl. og fl.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *