Skip to content
Stærð 0-8mm. Þykir mjög gott í sprautusteypu. Er mjög rúnnað og festist síður í barkanum sem notaður er við að sprauta steypunni. Vatnsdrægni er lítil og efnið þjált og þarf því ekki að blanda miklu vatni og viðbótarefnum í steypu og hentar því gríðarlega vel í sprautusteypu. Hefur verið notað í nokkur göng fyrir bíla hér á landi. Selt beint í “bulk” skip og nokkur þúsund tonn í einu. Einnig er hægt að fá í minna upplagi.
